Maris hefur áralanga reynslu af viðgerðum á dælum og húðun sem hefur leitt til sparnaðar í orkunotkun. Sparnaður nemur allt frá 4% á nýjum dælum, upp í 40% á eldri slitnum dælum auk þess sem húðun gerir það að verkum að viðhald minnkar umtalsvert. Í tengslum við viðhaldsaðgerðir þá getur Maris útbúið skjámyndalausnir sem geyma upplýsingar um núverandi dælubúnað, stýringar ofl. sem tengist búnaðinum ásamt því hvenær síðasta þjónustuviðhald fór fram og hvenær næst þarf að þjónusta búnaðinn.