Maris býður upp á alhliða hönnun lágspennu og smáspennu rafkerfa í iðnaði. Hjá Maris er yfirgripsmikil þekking á raflagnahönnun fyrir landeldi og gefur Maris viðskiptavininum sínum faglega ráðgjöf er kemur að afldreifingu, skynjurum, stýringum, töflusmíði, viðvörunarkerfum og öðru sem hentar hverri lausn fyrir sig. Grunnur að góðu verki er raunhæf hönnun í upphafi sem tryggir rekstraröryggi og rekstur búnaðar til framtíðar.