Maris býður upp á fjölbreyttar lausnir hvað varðar dælur, hugbúnað og rafmagn. Markmið okkar hjá Maris er að lækka rekstrarkostnað fyrirtækja sem stunda fiskeldi, en þar má nefna kostnað við fóður, súrefnis- og rafmagnskostnað.
Stofnað í Október 2006 undir heitinu Dæluhúðun af Gunnlaugi Hólm Torfasyni. Fyrstu árin snerist vinnan að dæluviðgerðum og húðun á ýmsum hlutum.
Árið 2012 kaupir Karl Eiríkur Hrólfsson 25% hlut í fyrirtækinu og kemur inn með löggildingu í rafmagni. Var þá farið í stýringar fyrir dælur, fóður og súrefnisstýringar fyrir fiskeldi. Árið 2014 var svo jafnframt farið í innflutning og sölu á dælum og öðrum tengdum búnaði í samstarfi við Lagnir og þjónusta undir merkum Eldislausna. Ísfell kaupir síðan Dæluhúðun (Tæknivík) vorið 2018.
Þjónustan sem fyrirtækið Maris býður upp á er meðal annars ráðgjöf fyrir fiskeldisfyrirtæki, annast uppsetningu og tengingar á öllum búnaði í fiskeldi, sér um alla almenna raflagnaþjónustu, dæluviðgerðir og iðnstýringar. Nýverið hóf Maris samstarf við Redox sem framleiðir Ozone búnað sniðinn að þörfum hvers viðskipavinar fyrir sig. Einnig bjóða þeir upp á nýja kynslóð af súrefniskerfum.
Maris býður einnig upp á SCADA kerfið fyrir eldisstöðvar. SCADA kerfið er kerfi sem safnar saman upplýsingum frá skynjurum og tækjum og vistar í gagnagrunn í miðlægu kerfi. Nánar má lesa um kerfið undir hugbúnað eða fiskeldi.