Maris býður uppá heildstæða ráðgjöf, hönnun, búnað, uppsetningu og þjónustu á búnaði til súrefnisframleiðslu.
Súrefniskerfið sem Maris býður upp á nær til allra kera í fiskeldisstöðinni. Kerfið heldur súrefnismettun við kjöraðstæður og að óskum viðskiptavinar. Þegar súrefni fellur í kerfinu niður fyrir sett mörk, leitast kerfið við að ná ósk mettun að nýju. Ef súrefnismettun fer undir lámarks mettun t.d. 70% sendir viðvörunarkerfið út viðvörun til vaktmanns og ræsir samtímis sjálfvirka neyðarsúrefnisbætingu. Sama gildir ef mettun verður of há t.d fer yfir 140% er send út viðvörun. Súrefnismettun er mæld og skráð/„logguð“ sjálfvirkt allan sólahringinn í gagnasöfnunar kerfi.
![](https://maris.is/wp-content/uploads/2024/03/Camara-2-v2-1024x576.png)
![](https://maris.is/wp-content/uploads/2024/03/IMG_0099-1024x603.jpg)
![](https://maris.is/wp-content/uploads/2023/09/Surefnistyring.png)