Maris tekur að sér að hanna og smíða afldreifi og stjórnskápa, sérsniðna að þörfum notandans. Starfsmenn Maris hafa viðamikla reynslu í öllu því sem viðkemur hönnun, teiknivinnu, smíði og tengingum á raf- og stjórnskápum, hvort sem um einfaldar dreifitöflur eða flókna stýriskápa með iðnstýringum er að ræða. Maris hefur einnig mikla reynslu þegar kemur að viðbótum og endurhönnun á rafmagns og stjórnskápum, með faglegu mati er oftar en ekki hægt að nýta þann búnað sem fyrir er þegar um breytingar eða viðbætur er að ræða til að draga úr kostnaði við endurbætur.