SCADA kerfið frá Maris miðar að því að aðstoða eldisstjóra við rekstur og stjórnun á kerfum eldisstöðvarinnar. Kerfið veitir rauntíma gögn og innsýn til að ná hámarks afköstum í framleiðslu. SCADA kerfið nýtist einnig við að greina vandamál og tryggja skilvirkni ýmissa ferla eldisins, eins og vatnsgæðastjórnun, hitastýringu og súrefnisinngjöf. Kerfið varar við óeðlilegum frávikum með viðvörunum sem samþættast við úthringikerfi. Haldið er utan um allar viðvaranir og atburði til þess að fá betri sýn inn í hvaða ferla unnið er með og greina frávik. Allar viðvaranir og atburðir eru skráðar, auk þess sem það er valkvætt að skrá allar breytingar eftir notendum til frekari rýni.

Að neðan eru skjáskot úr SCADA kerfi frá Maris sem sýnir sjónræna þætti SCADA uppsetningar.