Tilgangur skjámyndakerfis (SCADA) kerfis er að veita yfirsýn yfir stöðu framleiðsluferla ásamt stýringu tækjabúnaðar. SCADA kerfi safnar saman stafrænum upplýsingum frá skynjurum, búnaði og heilum kerfum sem vistaðar eru í gagnagrunn. Gögnin eru dregin saman í lýsandi skjámyndir sem gerir viðskiptavinum kleift að fylgjast með ástandi vélbúnaðar og framleiðsluferla í rauntíma og tryggja þannig öryggi framleiðslu. SCADA kerfið gefur notendum tækifæri á að fylgjast með óeðlilegri hegðun búnaðar og flagga viðvörunum ef um frávik er að ræða. Ennfremur er hægt að skoða sögu og þróun búnaðar í línuritum, súluritum, töflum eða á hvern þann hátt sem best hentar. Mögulegt er að stýra SCADA kerfinu og fylgjast með vélbúnaði úr stjórnstöð eða með aðgangsstýrðri fjartengingu yfir internetið.

Maris sníður SCADA kerfið að þörfum og óskum viðskiptavina og getur afhent kerfið fullbúið með öllum vélbúnaði, stýringum, efni og raflögnum.