Á rafmagnsverkstæði Maris eru smíðaðir afldreifi- og stjórnskápar sniðnir að þörfum viðskiptavinarins. Verkstæði Maris gefur forskot á að smíða og afhenda rafskápa með skömmum fyrirvara, milliliðalaust. Við val á búnaði er horft til framtíðar og notast er við búnað sem þegar hefur sannað sig við krefjandi umhverfisaðstæður sem eykur rekstraröryggi viðskiptavina Maris.