Starfsmenn Maris hafa víðtæka reynslu í hönnun og forritun iðnstýringa. Iðnstýringar auka sjálfvirkni og afkastagetu í  framleiðslu þar sem nýting á tækjabúnaði verður betri. Með notkun iðnstýringa aukast möguleikar á eftirliti með búnaði og framleiðsluferlum. Á þann hátt geta iðnstýringar aukið gæði sem og afköst framleiðslu. Iðnstýringar gera gagnasöfnun í rauntíma einfaldari og birtingahæfar í skjámyndakerfi með því að sýna stöðu allra framleiðsluþátta á einum stað. Viðvörun frá iðnstýringu eykur rekstraröryggi með því að grípa inn í áður en einhver þáttur í framleiðsluferli fer út fyrir sett gildi.