Maris ehf., kt. 601006-0650, Cuxhavengötu 1, 220 Hafnarfjörður (einnig vísað til „fyrirtækisins“) hefur sett sér markmið um að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsinga sem unnið er með innan fyrirtækisins. Persónuverndarstefna þessi nær til persónuupplýsinga er varða einstaklinga sem starfa hjá fyrirtækinu, tengiliði sem koma fram fyrir hönd lögaðila í viðskiptum við fyrirtækið, sem og aðra tengiliði (hér eftir sameiginlega vísað til „viðskiptavinir“ eða „þín“). Persónuverndarstefnu þessari er ætlað að upplýsa þig um hvaða persónuupplýsingum fyrirtækið safnar, með hvaða hætti fyrirtækið nýtir slíkar persónuupplýsingar og hverjir fá aðgang að upplýsingunum.

Við leggjum áherslu á mikilvægi þess að gætt sé að því að öll vinnsla persónuupplýsinga innan fyrirtækisins fari fram í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga. Stefna þessi er byggð á gildandi persónuverndarlögum, sem og á almennu persónuverndarreglugerðinni (Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og niðurfellingu tilskipunar 95/46/EB).

Persónuupplýsingar eru upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling. Einstaklingur telst persónugreinanlegur ef unnt er að persónugreina hann, beint eða óbeint, svo sem með tilvísun í auðkenni eins og nafn, kennitölu, staðsetningargögn eða netauðkenni sem einkenna hann.


Til að geta veitt þér þjónustu þurfum við að móttaka ýmsar persónuupplýsingar svo sem nafn, kennitölu, heimilisfang, netfang og símanúmer. Við gætum einnig þurft að fá frekari upplýsingar varðandi sérstakar óskir þínar eða þarfir tengdar þeirri þjónustu sem veitt er. Upplýsingar um viðskipti þín, svo sem tegund þjónustu og önnur atriði sem tengjast reikningagerð eru einnig varðveittar.

Í vissum tilvikum kunnum við að veita þriðja aðila upplýsingar um þig til að hægt sé að veita umbeðna þjónustu. Sem dæmi kann upplýsingum um þig að vera miðlað til innheimtuaðila vegna innheimtu skulda eða til annarra þriðju aðila, s.s. utanaðkomandi ráðgjafa eða verktaka, í tengslum við ráðgjöf til þín.

Fyrirtækið leitast við að grípa til viðeigandi tæknilegra og skipulegra ráðstafana til að vernda persónuupplýsingar, með sértöku tilliti til eðlis þeirra. Þessum ráðstöfunum er ætlað að vernda persónuupplýsingar gegn því að þær glatist eða breytist fyrir slysni og gegn óleyfilegum aðgangi, afritun, notkun eða miðlun þeirra.

Þú átt rétt til þess að vita hvaða persónuupplýsingar fyrirtækið vinnur um þig og getur eftir atvikum óskað eftir afriti af upplýsingunum. Þá getur þú fengið rangar persónuupplýsingar um þig leiðréttar. Óskir þú eftir að flytja upplýsingar um þig til annars aðila, getur þú einnig átt rétt á að fá persónuupplýsingar þínar afhentar á tölvutæku formi eða að þær verði fluttar beint til viðkomandi þriðja aðila.

Við ákveðnar aðstæður getur þú óskað eftir því að persónuupplýsingum um þig verði eytt án tafar, t.d. vegna þess að þú hefur afturkallað samþykki þitt fyrir vinnslu persónuupplýsinganna og engin önnur heimild liggur til grundvallar henni. Sé vinnslan byggð á samþykki er þér hvenær sem er heimilt að afturkalla samþykki þitt. Leitast er við að bregðast við öllum beiðnum innan mánaðar frá viðtöku þeirra. Sé um að ræða umfangsmikla eða flókna beiðni mun fyrirtækið upplýsa um slíkar tafir og leitast við að svara í síðasta lagi innan þriggja mánaða frá viðtöku á beiðni.

Ef þú hefur spurningar um persónuverndarstefnu þessa eða hvernig fyrirtækið varðveitir eða vinnur persónuupplýsingar að öðru leyti, getur þú ávallt haft samband og við munum leitast við að svara fyrirspurnum og leiðbeina þér um réttindi þín samkvæmt persónuverndarstefnu þessari og persónuverndarlögum.

Netfang: info@maris.is
sími: +354 421 4426

Fyrirtækið getur frá einum tíma til annars breytt persónuverndarstefnu þessari í samræmi við breytingar á viðeigandi lögum og reglugerðum eða vegna breytinga á því hvernig fyrirtækið vinnur með persónuupplýsingar. Verði gerðar breytingar á stefnu þessari verður slíkt kynnt á heimasíðu fyrirtækisins. Allar breytingar sem kunna að verða gerðar á stefnunni taka gildi eftir að uppfærð útgáfa hefur verið birt.