Með þessari stefnu vill Ísfell ehf tryggja stöðugar umbætur í öryggis og umhverfismálum hjá fyrirtækinu með því að leggja áherslu á vel skilgreinda verkferla og stefnu í daglegum rekstri fyrirtækisins. Ísfell ehf einsetur sér að bjóða upp á öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi fyrir starfsfólk sitt.

Ísfell ehf telur mikilvægt á að vinna stöðugt að úrbætum í öryggis- og heilbrigðismálum til að tryggja starfsumhverfi starfmanna sinna og annarra sem vinna í verkefnum á vegum Ísfells.