Með þessari stefnu vill Ísfell ehf tryggja stöðugar umbætur í öryggis og umhverfismálum hjá fyrirtækinu með því að leggja áherslu á vel skilgreinda verkferla og stefnu í daglegum rekstri fyrirtækisins. Ísfell ehf einsetur sér að bjóða upp á öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi fyrir starfsfólk sitt.
Ísfell ehf telur mikilvægt á að vinna stöðugt að úrbætum í öryggis- og heilbrigðismálum til að tryggja starfsumhverfi starfmanna sinna og annarra sem vinna í verkefnum á vegum Ísfells.
Markmið ÖHU stefna Ísfells felur í sér:
- Að hverjum starfsmanni líði vel og hann fari ávallt heill heim úr vinnu.
- Starfsumhverfi sé öruggt og heilsusamlegt.
- Veita nauðsynlega þjálfun og fræðslu í öryggismálum.
- Uppfylla kröfur um lög, reglurgerðir og staðla.
- Greina áhættu, rannsaka atvik og vine að úrbótum eftir greiningu.
- Að vernda og hlúa að umhverfinu með því að lágmarka umhverfisáhrif starfseminnar.
- Upplýsingastreymi sé eins gott og hægt sé.
- Aðgerðir til að fyrirbyggja slys eða heilsutjón hafi forgang fram yfir venjuleg störf.
- Að öryggi viðskiptavina sé í samræmi við ÖHU stefnu Ísfells, eins og framast sé kostur