Með gæðastefnu Maris tryggir fyrirtækið stöðugar umbætur og þróun í starfsemi fyrirtækisins. Maris er staðráðið í að gera hlutina á réttan hátt í réttum gæðum og nýta sérhæfða þekkingu til þess að veita framúrskarandi þjónustu og skapa öruggar, framsæknar og hagkvæmar lausnir.
Markmið Maris eru að:
- Vinna í samræmi við þau lög og reglugerðir sem fyrirtækinu er gert að starfa samkvæmt.
- Starfa eftir gildum fyrirtækisins.
- Uppfylla þarfir viðskiptavina okkar með gæða vörum og þjónustu á réttum tíma.
- Frávik frá gæðum vöru og þjónustu séu greind svo hægt sé að tryggja stöðugar umbætur.
- Viðhalda og efla fagþekkingu starfsmanna.
Gæðastefna Maris skal endurskoðuð á tveggja ára fresti.