Skjámyndakerfi veitir yfirsýn yfir stöðu framleiðsluferla ásamt stýringu tækjabúnaðar í framleiðslukerfum. Með skjámyndakerfi er hægt að safna saman stafrænum gögnum frá skynjurum, búnaði og heilum kerfum sem vistuð eru í gagnagrunn. Með samtengingu iðnstýritölva við eitt skjámyndakerfi er hægt að birta gögn frá mismunandi hlutum framleiðslukerfa í einni lýsandi skjámynd. Gögn eru dregin saman í skjámyndir sem gerir starfsmönnum kleift að fylgjast með ástandi vélbúnaðar og framleiðsluferla í rauntíma og tryggja þannig öryggi í framleiðslu. Með myndrænni framsetningu er með greinagóðum hætti hægt að fylgjast með stöðu framleiðslukerfis, flagga viðvörunum og grípa inn í þegar þess er þörf. Enn fremur er hægt að skoða sögu og þróun búnaðar í línuritum, súluritum eða á hvern þann hátt sem hentar fyrir viðkomandi kerfi. Skjámyndakefið er ekki endilega bundið við stjórnherbergi eða vaktstöð þar sem það getur verið í nettengdri spjaldtölvu.
Nánari upplýsingar um hugbúnaðarlausnir má finna hér.