Dælustýring stýrir vatnsdælum eða dælusamstæðum eftir óskgildum. Óskgildin geta til dæmis verið þrýstingur, hiti, flæði eða vatnshæð. Iðntölva sér um ræsingu og keyrslu dæla eftir óskum notanda. Maris hannar og smíðar dælustýringar eftir þörfum hvers og eins og tekur að sér uppsetningu og tengingar á dælustýringum og dælum. Maris sérhæfir sig í dælustýringum fyrir borholudælur og eldisker, ásamt annarri nauðsynlegri vöktun og stýringu í kringum fiskeldi svo sem súrefnisvöktun og súrefnisstýringu. Æskilegt er að vakta allar dælur með viðvörunarkerfi og á þeim vettvangi hefur Maris mikla reynslu þegar kemur að útfærslu og lausn slíkra kerfa. Ef frávik eru í dælustýringu mun viðvörunarkerfi koma réttum skilaboðum, um bilun, til vaktmanns með símhringingu, smáskilaboðum eða „push notification“ allt eftir þörfum.