Maris er með mismunandi stýringar fyrir fiskeldi, enn allar stýringar Maris eru miðaðar við þarfir hvers kúnna fyrir sig.

Hrognastýring

Stýring vatnshita og vatnshæðar í hrognaskáp. Kerfið heldur uppi réttri vatnshæð þannig að virkni loftara sé ávallt eins og best verður á kostið. Kerfið heldur einnig réttu umbeðnu hitastigi á hrognunum og er þannig hægt að stjórna með mikilli nákvæmni vexti þeirra. Hrognastýringunni er einnig hægt að stjórna á kerfi sem Maris býður upp á og hægt er að fá skýrslur þaðan um hitastig og meðalhita á hrognum og fá þannig nákvæmar upplýsingar um daggráður.

Súrefnisstýring

Sér um að blæða sjálfkrafa súrerfni inná súrefnissteina bæði handvirkt og sjálfvirkt. Notandi getur stillt lotulengd blæðingar og getur þannig hámarkað nýtni súrefnis í hverju keri. Hægt er að stilla inn lágmark metturnar þannig að kerfi fari í neyðarblæðingu og einnig hvenær það fer í eðlilega keyrslu á ný. Kerfið keyrir einnig út á kerfi þar sem að notandi getur fylgst með hverju kerfi fyrir sig á netinu óháð því hvar hann er staddur.

Súrefniskerfið getur verið samkeyrt með fóðurkerfi þannig að við ákveðna mettun slekkur fóðurkerfið á viðkomandi kerfi. Kerfið er á íslensku.