Allur hugbúnaður Maris er miðaður við þarfir hvers kúnna fyrir sig, svo unnt sé að ná hvað mestri hagkvæmni í rekstri.
Kerfið safnar saman upplýsingum frá skynjurum og tækjum og vistar í gagnagrunn í miðlægu kerfi. Frá þessu miðlæga kerfi er hægt að kalla fram allar upplýsingar frá þessum gögnum og bera þær fram með hvaða hætti sem óskað er.
Þetta gefur notendum aðgang af lifandi gildum á hverjum tíma fyrir sig eða skoða sögu og þróun aftur í tímann á því sem máli skiptir. Allar þessar upplýsingar er hægt að færa fram í línuritum, súluritum, töflum eða á þann hátt sem best hentar. Hægt er að fylgjast með frávikum og óeðlilegri hegðun kerfa og tækja, og jafnframt flagga viðvörunum ef um alvarleg eða kostnaðarsöm frávik er að ræða. Kerfið er hentugt fyrir mismunandi aðstæður, og er sérsniðið fyrir þarfir hvers og eins.