Fiskeldi – Maris

Fiskeldis­lausnir

Allt fyrir fiskeldið

Allt sérsniðið að þörfum hvers og eins

Markmið Maris er að lækka rekstrarkostnað fyrirtækja í fiskeldi, enn þar má nefna kostnað við fóður, súrefnis og rafmagnskostnað.

Fóður, rafmagn og súrefni vega hvað þyngst í rekstri fiskeldisfyrirtækja og því mikilvægt að lágmarka kostnaðinn við þessa þætti niður sem er sérsvið Maris.

Fóðurstýring

Bjóðum upp á fóðurstýringu fyrir fiskeldi. Fóðurstýringar Maris geta samkeyrt með súrefnistýringu þannig að hámarksnýting náist í fóðurgjöf.

Dælustýring

Framleiddar og smíðaðar eftir þörfum hvers og eins, hvort sem að stýra á hæð vatns, þrýstings eða magni þá höfum við lausnina fyrir þig.

Hrognastýring

Stýring vatnshita og vatnshæðar í hrognaskáp. Kerfið heldur uppi réttri vatnshæð þannig að virkni loftara sé ávallt eins og best verður á kostið. Kerfið heldur einnig réttu umbeðnu hitastigi á hrognunum og er þannig hægt að stjórna með mikilli nákvæmni vexti þeirra.

Súrefnisstýring

 Sér um að blæða sjálfkrafa súrerfni inná súrefnissteina bæði handvirkt og sjálfvirkt. Notandi getur stillt lotulengd blæðingar og getur þannig hámarkað nýtni súrefnis í hverju keri. Hægt er að stilla inn lágmark metturnar þannig að kerfi fari í neyðarblæðingu og einnig hvenær það fer í eðlilega keyrslu á ný. Súrefniskerfið getur verið samkeyrt með fóðurkerfi þannig að við ákveðna mettun slekkur fóðurkerfið á viðkomandi kerfi.

Ozone kerfi

Þjónustuaðili á sviði sótthreinsilausna. Redox býður upp á búnað og tækni sem setja má upp í flestum vinnslustöðvum til að hámarka afköst og árangur. Ósonkerfin okkar eru notuð við vinnslu á kjöti, fiski og öðrum matvælum. Frá og með árinu 2017 er heimilt að nota óson beint á matvæli (samkvæmt tilskipun um sæfivörur) sem mun auka geymsluþol og öryggi matvæla til muna. Ef þú kýst að prófa áður en þú tekur ákvörðun um kaup bjóðum við einnig upp á leigu á búnaði.

Skjámyndakerfi

Til að ná fram öllu sem sjálfvirkni hefur upp á að bjóða þarf að stíga næsta skref. Fyrsti hluti sjálfvikninnar er að koma upp stökum kerfum, skynjurum og tækjum sem sjá um einhver einstakan hlut í heildinni. Þaðan er næsta skref að safna saman gögnum frá öllum minnum kerfum og koma þeim saman á einn stað. Í þetta verk er SKADA kerfi upplagður kostur. 

Skjámyndakerfið er kerfi sem safnar saman upplýsingum frá skynjurum og tækjum og vistar í gagnagrunn í miðlægu kerfi. Frá þessu miðlæga kerfi er hægt að kalla fram allar upplýsingar frá þessum gögnum og bera þær fram með hvaða hætti sem óskað er. Þetta gefur notendum aðgang af lifandi gildum á hverjum tíma fyrir sig eða skoða sögu og þróun aftur í tímann á því sem máli skiptir. Allar þessar upplýsingar er hægt að færa fram í línuritum, súluritum, töflum eða á þann hátt sem best hentar. Hægt er að fylgjast með frávikum og óeðlilegri hegðun kerfa og tækja, og jafnframt flagga viðvörunum ef um alvarleg eða kostnaðarsöm frávik er að ræða.